Michael Gray, fyrrum bakvörður Sunderland, telur að Jobe Bellingham þurfi að glíma við erfiðara verkefni en margir vegna bróður síns, Jude Bellingham.
Jude er einn öflugasti miðjumaður heims í dag en hann var gríðarlegt efni á sínum tíma og lék með Birmingham áður en hann færði sig til Þýskalands og síðar Real Madrid.
Jobe er jafnvel efnilegri en Jude en hann er á mála hjá Sunderland og er aðeins 19 ára gamall.
Pressan er gífurleg á Jobe að sögn Gray sem verður líklega seldur frá félaginu næsta sumar.
,,Hann er ungur, hæfileikaríkur og hann þarf að glíma við það að vera bróðir Jude sem hefur verið stórkostlegur,“ sagði Gray.
,,Ég efast ekki um það að hann spili í ensku úrvalsdeildinni einn daginn, ef hann vill gera það. Það eru félög í Evrópu að eltast við hann og Borussia Dortmund fylgist með honum í hverri viku.“