Það er nokkuð líklegt að pressan sé orðin töluverð á hollensku goðsögninni Ruud van Nistelrooy.
Van Nistelrooy er stjóri Leicester í dag en hann var ráðinn til starfa undir lok síðasta árs.
Eftir ágætis byrjun hefur gengi Leicester versnað til muna og er liðið í næst neðsta sætinu.
Eftir 2-0 tap gegn Fulham í gær hefur liðið tapað sjö deildarleikjum í röð sem er ekki vænlegt til árangurs.
Næsti leikur Leicester er eftir viku en liðið heimsækir þá Tottenham.