Ruben Amorim, stjóri Manchester United, fór mikinn eftir 1-3 tap og hörmulega frammistöðu gegn Brighton í dag.
Eftir leikinn er United í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 22 leiki. Amorim tók við United af Erik ten Hag síðla hausts í fyrra en hefur ekki tekist að snúa genginu við.
„Pælið í því hvernig þetta er fyrir stuðningsmenn Manchester United. Pælið í hvernig þetta er fyrir mig. Það kemur inn nýr þjálfari og hann tapar fleiri leikjum en sá sem var á undan. Ég átta mig á stöðunni,“ sagði Amorim meðal annars eftir leik.
„Við erum kannski versta lið í sögu Manchester United. Ég veit þið viljið fyrirsagnir en ég er að segja þetta því við þurfum að átta okkur á því og breyta því. Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar.“