Real Madrid mun aftur reyna að fá Trent Alexander-Arnold frá Liverpool strax í þessum mánuði samkvæmt miðlum á Spáni.
Trent verður samningslaus á Anfield næsta sumar og má semja nú um að fara frítt til Real Madrid þá. Hjá spænska stórveldinu telja menn að bakvörðurinn verði pottþétt leikmaður liðsins á næstu leiktíð en munu þó reyna að fá hann fyrr.
Liverpool hafnaði 20 milljóna punda tilboði Real Madrid um hæl fyrr í þessum mánuði en það er spurning hvort hærri upphæð fyrir leikmann sem er að verða samningslaus freisti forráðamenn Liverpool
Samkvæmt fréttum mun Trent ekki reyna að koma sér burt frá Liverpool í þessum mánuði. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vill hann ekki vekja reiði á meðal stuðningsmanna.