Arsenal gæti barist við Nottingham Forest í janúarglugganum en bæði félög eru orðuð við framherjann Yoane Wissa.
Wissa hefur staðið sig virkilega vel með Brentford á tímabilinu en hann og Bryan Mbuemo ná mjög vel saman í því ágæta liði.
Arsenal vill fá inn sóknarleikmann í janúar og þá sérstaklega þar sem Gabriel Jesus verður frá í langan tíma.
Forest er einnig að skoða það að styrkja hópinn enda liðið komið í óvænta Meistaradeildarbaráttu.
Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur staðfest að Mbuemo sé ekki á förum en hvað varðar Wissa þá er framhaldið óljóst.