fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

433
Laugardaginn 18. janúar 2025 08:00

Mynd: Brann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is

Freyr Alexandersson tók á dögunum við sem þjálfari norska stórliðsins Brann. Um stórt starf er að ræða, en liðið hefur hafnað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil.

video
play-sharp-fill

Freyr tók svo sinn fyrsta blaðamannafund í Noregi. Var hann vel sóttur og Freyr stóð sig vel.

„Hann byrjaði fundinn á að tala um grein sem var skrifuð um hann fyrr um daginn. Sagðist vilja hrósa þessari grein, hún hafi verið frábærlega skrifuð og heimavinnan góð. Hann spurði hver í salnum skrifaði þessa grein og hrósaði honum svo. Þarna er hann strax búinn að næla sér í velvild,“ sagði Helgi í þættinum.

„Hann kemur úr þessum skóla hjá Lars Lagerback og Heimi. Hann veit það að ef hann er með fjölmiðlana með þér í liði, þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax,“ skaut Þorkell þá inn í.

Það liggur þó enginn vafi á því að Freyr er í pressumiklu starfi, sérstaklega ef hallar undan fæti.

„Norðmenn hafa ekkert verið hræddir við það í gegnum tíðina að láta menn fara,“ sagði Hrafnkell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hjartnæma kveðju Arnars – „Ég elska ykkur öll“

Sjáðu hjartnæma kveðju Arnars – „Ég elska ykkur öll“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“
Hide picture