Það er möguleiki á því að Kyle Walker muni kosta minna í þessum mánuði en búist var við á síðasta ári.
Það er vegna ummæla Pep Guardiola, stjóra Manchester City, sem viðurkenndi nýlega að leikmaðurinn vildi komast annað.
Hægri bakvörðurinn vill ekki spila með City út árið og leitar annað en hann er orðaður við Ítalíu þessa dagana.
Samkvæmt Daily Mail þá hefur Guardiola líklega lækkað verðmiðann á Walker verulega en hann er 34 ára gamall og var talinn kosta allt að 30 milljónir evra.
Nú eru félög að horfa í það að borga 10-15 milljónir fyrir Walker sem hefur þó engan áhuga á að semja í Sádi Arabíu þar sem mestu peningarnir eru í boði.