Eintracht Frankfurt hefur í raun staðfest það að Omar Marmoush sé að yfirgefa félagið og er á leið til Manchester.
Frankfurt gaf frá sér tilkynningu í gær varðandi sóknarmanninn sem hefur verið orðaður við Liverpool sem og Manchester City.
City er að tryggja sér þjónustu leikmannsins sem er 25 ára gamall og er egypskur landsliðsmaður.
,,Frankfurt er í viðræðum við annað félag varðandi kaup á Omar Marmoush. Þess vegna er leikmaðurinn ekki í leikmannahópnum í dag,“ kom fram í færslu Frankfurt.
Frankfurt spilaði við Dortmund í gær en hann er talinn kosta City allt að 75 milljónir evra í þessum glugga.