Skap vængmannsins Antony Garnacho ku vera áhyggjuefni fyrir þau félög sem eru að sýna honum áhuga.
Frá þessu greinir Telegraph á Englandi en Garnacho er leikmaður Manchester United og gæti verið á förum á þessu ári.
Chelsea og Napoli eru í bílstjórasætinu þegar kemur að Argentínumanninum og eru reiðubúin að borga um 40 milljónir punda.
United vill þó fá 50 milljónir punda fyrir Garnacho sem er ansi skapstór og lætur í sér heyra þegar tilefnið gefst.
Bruno Fernandes, fyrirliði United, hefur áður gagnrýnt hegðun Garnacho eða fagn leikmannsins gegn Leicester fyrr á tímabilinu.
Ruben Amorim, stjóri United, ákvað einnig í eitt skipti að velja Garnacho ekki í leikmannahópinn vegna hegðun utan vallar.