Veðrið í Manchester gæti hafa spilað þátt í því að Erling Haaland hafi skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið.
Þetta segir Pep Guardiola, stjóri liðsins, en Haaland er nú bundinn meisturunum til ársins 2034.
Haaland er því alls ekki á förum frá City á næstunni en hann hefur áður verið orðaður við stórlið Real Madrid.
Guardiola vonast sjálfur til að halda starfi sínu hjá félaginu þrátt fyrir nokkuð slæmt gengi undanfarnar vikur.
,,Á næsta tímabili, ef ég verð ennþá hérna þá mun ég ná tíu árum hjá Manchester City. Hann þarf að vinna mig,“ sagði Guardiola.
,,Hann kemur frá Noregi og ég held að veðrið hér í Manchester sé töluvert betra! Hann hefur komið sér vel fyrir og elskar félagið.“