Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal, hefur heldur betur fengið gagnrýni fyrir ákvörðun sem hann tók í vikunni.
Van Persie er í dag stjóri Heerenveen í Hollandi og mætti liðið Quick Boys í bikarnum á fimmtudag – liði sem leikur í níundu efstu deild.
Heerenveen komst í 2-1 forystu á 76. mínútu og stuttu eftir það gerði Van Persie mjög undarlega skiptingu.
Hann ákvað þá að taka markvörðinn Mickey van der Hart sem hafði átt fínan leik af velli og inná kom Adries Noppert.
Ástæðan voru langir boltar og fyrirgjafir leikmanna Quick Boys og hélt Van Persie að sá síðarnefndi gæti höndlað það betur.
Það kom í bakið á liðinu í leiknum sem tapaðist að lokum 3-2 en Quick Boys skoraði í framlengingu til að tryggja mjög óvæntan sigur.