Crystal Palace gæti ákveðið að selja varnarmanninn Marc Guehi aftur til Chelsea þar sem félagið mun græða meira ef hann snýr aftur heim.
Guehi er uppalinn hjá Chelsea og lék með liðinu í dágóðan tíma en hann er í dag orðaður við endurkomu á Stamford Bridge.
Chelsea vill hins vegar ekki borga 60 milljónir punda fyrir Guehi eftir að hafa selt leikmanninn fyrir 18 milljónir fyrir fjórum árum.
Chelsea fær hins vegar 20 prósent af næstu sölu leikmannsins og ef hann fer annað þá myndi Palace að öllum líkindum tapa peningum á sölunni.
Palace er að skoða það að selja Guehi aftur til Chelsea en það mun líklega ekki gerast þar til í sumarglugganum.
Chelsea myndi greiða hærri upphæð en önnur félög fyrir leikmanninn sem er enskur landsliðsmaður og á 18 mánuði eftir af sínum samningi.