Darwin Nunez reyndist hetja Liverpool í dag sem spilaði við Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
Nunez hafði komið inná sem varamaður í þessum leik en hann fékk um 25 mínútur til að láta til sín taka.
Liverpool átti tæplega 40 marktilraunir í leiknum og var töluvert sterkari aðilinn og uppskar að lokum þrjú stig.
Nunez skoraði bæði mörk Liverpool í dramatískum 2-0 sigri en mörkin komu bæði í uppbótartíma venjulegs leiktíma.
Fulham vann þá lið Leicester 2-0 á útivelli og það sama má segja um Crystal Palace sem mætti West Ham.
Brentford 0 – 2 Liverpool
0-1 Darwin Nunez(’90)
0-2 Darwin Nunez(’90)
West Ham 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta(’48)
0-2 Jean-Philippe Mateta(’89, víti)
Leicester 0 – 2 Fulham
0-1 Emile Smithe Rowe(’48)
0-2 Adama Traore(’68)