fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 18. janúar 2025 00:16

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir er að öllum líkindum að taka við sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins. Þetta herma heimildir 433.is.

Elísabet hefur ekki þjálfað síðan hún hætti með Kristianstad í Svíþjóð 2023. Var hún þar í fjórtán ár við góðan orðstýr.

Nú er hún hins vegar líklega að landa þessu afar spennandi starfi. Tekur hún við af Ives Serneels, sem belgíska knattspyrnusambandið lét í dag eftir fjórtán ár í starfi landsliðsþjálfara.

Belgía er í 19. sæti á heimslista FIFA, fimm sætum fyrir neðan Ísland. Liðið verður þátttakandi á EM í Sviss næsta sumar, rétt eins og Ísland, og er þar í riðli með Portúgal, Ítalíu og Spáni.

Auk Kristianstad hefur Elísabet þjálfað Val og ÍBV hér heima, sem og verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins um skeið. Hún hefur verið orðuð við önnur störf frá því hún hætti með Kristianstad, til að mynda þjálfarastarfið hjá Chelsea í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandinn finnur ekkert til með öðrum eigendum: ,,Til fjandans með þá“

Eigandinn finnur ekkert til með öðrum eigendum: ,,Til fjandans með þá“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir

Ætla að flytja inn erlendan dómara eftir margar kvartanir
433Sport
Í gær

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta

Stál-úlfur fær verðlaun frá KSÍ að sameina fólk í gegnum fótbolta
433Sport
Í gær

Eftir góða launahækkun keypti hann tvo nýja bíla í vikunni – Sá nýjasti kostar 62 milljónir

Eftir góða launahækkun keypti hann tvo nýja bíla í vikunni – Sá nýjasti kostar 62 milljónir