Paul Scholes, goðsögn Manchester United, segir að það væri fáránlegt ef félagið þarf að selja miðjumanninn Kobbie Mainoo í janúar.
Mainoo er orðaður við brottför þessa dagana en United gæti þurft að selja til að standast fjárlög ensku deildarinnar.
Um er að ræða mjög efnilegan miðjumann sem hefur unnið sér inn sæti sem mikilvægur hlekkur í uppeldisfélaginu.
,,Það væri gjörsamlega galið ef félagið þarf að selja hann. Öll þessi vinna sem hann hefur lagt á sig, síðan hann hefur verið sjö eða átta ára gamall,“ sagði Scholes.
,,Þarftu að selja hann útaf einhverjum reglum? Það væri fáránlegt. Hann er ljósasti punktuinn í liði United og maður sem gæti verið hér næstu tíu árin.“