Amad Diallo var svo sannarlega hetja Manchester United í sigri á Southampton í gær.
United lenti undir í gær en Amad gerði þrennu með skömmu millibili og leikurinn fór 3-1.
„Ég get spilað í hvaða stöðu sem er. Ég er tilbúinn að berjast fyrir þetta félag, fyrir Manchester United,“ sagði Amad, sem byrjaði í stöðu vængbakvarðar í gær, eftir leik.
Hann var þá spurður út í þrennu sína á aðeins 12 mínútum. „Í fótbolta þarftu alltaf að hafa trú,“ sagði hinn auðmjúki Amad þá.