Ole Gunnar Solskjær er búinn að skrifa undir hjá tyrkneska félaginu Besiktas og því formlega tekinn við sem stjóri liðsins.
Solskjær hefur verið án starfs síðan Manchester United lét hann fara árið 2021.
Nú er hann mættur til stórliðs Besiktas, sem er í sjötta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Þá spilar liðið í Evrópudeildinni.
Í tyrkneska boltanum mun hann meðal annars mæta öðrum fyrrum stjóra United, Jose Mourinho. Portúgalinn stýrir Fenerbahce.
Auk United hefur Solskjær stýrt Molde og Cardiff á ferlinum, sem og varaliði United.