Real Madrid er komið mjög nálægt því að tryggja sér stórstjörnuna Alphonso Davies sem spilar með Bayern Munchen.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Marca en Davies verður samningslaus næsta sumar og er líklega á förum.
Davies hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning en um er að ræða 24 ára gamlan bakvörð.
Umboðsmaður Davies hitti fulltrúa frá Real í vikunni að sögn Marca og eru viðræður í gangi um félagaskipti.
Bayern hefur enn áhuga á að framlengja samning leikmannsins en útlit er fyrir að hugur hans leiti annað.