fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Lúðvík ómyrkur í máli og vill skipta Jökli út í Garðabænum – „Bara tóm tjara“

433
Föstudaginn 17. janúar 2025 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, er ekki hrifinn af því sem er í gangi hjá sínu liði undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar.

Lúðvík telur samsetninguna á liðinu skrýtna og að Jökull sé ekki maðurinn í að koma Stjörnunni í toppbaráttu.

„Við erum að verða Barcelona Bestu deildarinnar, kaupum bara miðjumenn, bara sexur. Það er bara spurning hvernig við ætlum að spila úr þessu. Svo erum við með einn afdankaðan Andra Rúnar. Ég hefði nú verslað annan framherja,“ sagði Lúðvík í Þungavigtinni.

„Við erum með Guðmund Nökkva, sem getur svosem spilað áttuna líka, en hann er sexa. Alex (Þór) er sexa, Samúel (Kári) er sexa. Flestir miðjumennirnir okkar eru sexur.“

Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason spurði Lúðvík hvort Stjarnan væri með lið í að berjast um efstu 3-4 sætin í Bestu deildinni í sumar.

„Jú, jú. Við erum bara ekki með þjálfara í það. Ég myndi vilja annan þjálfara. Mér finnst hann ekki spila góðan bolta, er með mjög skrýtnar myndlíkingar í sínum ræðum. Ég held það viti enginn hvað hann er að gera þarna,“ sagði Lúðvík þá.

„Maður sem er alltaf að tala um að spila á svæðum og vera betri þarna, þetta er mjög einfaldur leikur. Þú þarft að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Hann er ekkert að segja hvaða kerfi hann er að spila eða hvernig hann er. Hann er að nota leikmenn í rangar stöður, prófa þá inn í miðju móti og svona, sem er bara tóm tjara.“

Stjarnan hafnaði í fjórða sæti Bestu deildar karla í fyrra, 2 stigum frá Val sem tók síðasta Evrópusætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær

UEFA íhugar reglubreytingar eftir uppákomuna í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið

United klárt í að taka þátt í kapphlaupinu – Þetta er verðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar: „Mér hugnast það illa“

Arnar: „Mér hugnast það illa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“