Erling Braut Haaland hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester City. David Ornstein hjá The Athletic greindi fyrst frá þessu og hafa aðrir fylgt í kjölfarið.
Nýr samningur mun gilda í níu og hálft ár eða til 2034. Haaland verður þá launahæsti leikmaður í sögu City.
Haaland gekk í raðir City 2022 og hefur verið algjörlega stórkostlegur síðan og raðað inn mörkum. City hefur innið Englandsmeistaratitilinn á báðum tímabilum Haaland og Meistaradeildina einu sinni.
Þá segir Fabrizio Romano að klásúla verði í samningi Haaland um að hann megi fara fyrir ákveðna upphæð, en hún tekur ekki gildi fyrr en 2029 og verður mjög há.
🚨 EXCLUSIVE: Erling Haaland signs new 9.5yr contract to commit vast majority of career to Manchester City. 24yo #MCFC striker now secured to 2034 & any exit clauses from previous terms removed. Among most lucrative deals in sporting history @TheAthleticFC https://t.co/YPQArvVU6O
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 17, 2025