Luke nokkur Sayers, sem er forseti félagsins Carlton FC í Ástralíu, er í brasi þessa dagana eftir að mynd af kynfærum karlmanns voru birt á samfélagsmiðlum hans.
Sayers og Carlton höfðu nýverið gert stóran samning við fyrirtækið Bupa þegar myndin birtist á aðgangi forsetans. Til að gera illt verra merkti (taggaði) Sayers kvenkyns starfsmann Bupa inn á myndina af kynfærunu.
Myndin var uppi í um tólf mínútur áður en Sayers eyddi henni. Hélt hann því fram að hann hafi verið hakkaður.
Það sem gerir illt verra er að Sayers var í skíðaferðalagi með eiginkonu sinni og fjórum dætrum þegar myndin lak út og stormurinn í kjölfarið fór af stað. Hann hefur því að minnsta kosti haft ýmislegt að útskýra.