Kona að nafni Dayana Lins hefur staðfest það að hún ætli nú að skilja við knattspyrnustjörnuna Vitor Roque.
Roque er leikmaður Barcelona en hann kom til félagsins frá Brasilíu í fyrra en er í dag í láni hjá Real Betis.
Það hefur lítið gengið hjá þessum 19 ára gamla strák á Spáni en hann hefur skorað sex mörk í 30 deildarleikjum samtals.
Nú er hann í vandræðum í einkalífinu en eiginkona hans, Dayana, vill skilnað eftir rúmlega árs langt hjónaband.
Samkvæmt Dayana er Roque ekki sami maður í dag og hann var í heimalandinu og að hún hafi þurft að glíma við ýmislegt slæmt eftir skipti til Spánar.
,,Ég hef áhuga á því að skilja og það ferli er farið af stað. Því miður þá hefur þetta hjónaband ekki gengið upp,“ sagði eiginkonan.
,,Þegar við mættum til Evrópu þá breyttist hans hegðun mikið. Ég held að það tengist pressunni í fótboltanum og ég átti að vera hans klettur.“
,,Hann tók stressið út á mér með mjög dónalegum hætti og ég ætla ekki að fara nánar út í þáð.“