Tottenham situr í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap gegn erkifjendunum í Arsenal í gær.
Pressa er farin að myndast á stjóranum Ange Postecoglou. Hann fór vel af stað með liðið á síðustu leiktíð og vann átta af síðustu tíu, tapaði engum.
Það er hins vegar liðin tíð og hefur Postecoglou heilt yfir unnið undir helming leikja sinn við stjórnvölinn, 36 af 73.
Það er verri árangur en hjá til að mynda Jose Mourinho og Antonio Conte, forverum hans, en The Sun gerði samanburð á síðustu stjórum Tottenham í dag.