Ruben Amorim, stjóri Manchester United, kemst ekki hjá því að vera spurður út í Marcus Rashford á hverjum einasta blaðamannafundi og á því var engin undantekning fyrir leikinn gegn Southampton í kvöld.
Rashford er í frystikistunni hjá Amorim og er verið að leita lausna á hans málum í janúarglugganum. Sjálfur vill hann fara og er til að mynda orðaður við AC Milan.
„Ég vil bara vinna leikinn. Einbeiting mín er þar. Ég vel leikmenn sem eru líklegastir til að vinna þennan leik,“ sagði Amorim og skautaði framhjá spurningum um Rashford.
United tekur á móti Southampton klukkan 20 í kvöld.