Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir Dortmund á eftir Oleksandr Zinchenko, leikmanni Arsenal, í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.
Bakvörðurinn á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Arsenal en er sjálfur sagður mjög opinn fyrir því að fara. Á hann að hafa rætt við Dortmund nú þegar.
Líklegt niðustaða er að Zinchenko fari á láni til Dortmund í þessum mánuði og að þýska stórliðið kaupi hann svo næsta sumar á um 20 milljónir evra.
Zinchenko er 28 ára gamall og hefur verið hjá Arsenal síðan sumarið 2022. Hann er þó í aukahlutverki í liði Mikel Arteta í dag.