Jorginho gæti farið frá Arsenal í þessum mánuði og er orðaður við Flamengo í Brasilíu í fjölmiðlum þar í landi.
Samningur Jorginho, sem er 33 ára gamall, hjá Arsenal rennur út næsta sumar og má hann þá fara frítt. Flamengo vill hins vegar fá hann strax í þessum mánuði.
Miðjumaðurinn er ekki byrjunarliðsmaður á Emirates og vonast Flamengo til að Arsenal sé til í að losa hann af launaskrá og hleypa honum frítt til Brasilíu strax.
Flamengo mun samkvæmt fréttunum bjóða Jorginho þriggja ára samning í Brasilíu.
Jorginho gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í janúar 2023. Hann hefur átt glæstan feril, vann til að mynda Meistaradeildina með Chelsea og EM með ítalska landsliðinu.