Arsenal skoðar tvo framherja í janúarglugganum í kjölfar meiðsla Gabriel Jesus.
Það hefur lengi verið í umræðunni að Arsenal vanti framherja til að sækja þann stóra á Englandi og nú eru Viktor Gyokeres og Bryan Mbuemo orðaðir við liðið í franska blaðinu L’Equipe.
Gyokeres er einn eftirsóttasti leikmaður heims, en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal. Hann kostar þó 100 milljónir evra og Arsenal er hikandi við að greiða þá upphæð, allavega nú í janúar.
Þá er Mbuemo sem fyrr segir orðaður við liðið, en hann er að eiga frábært tímabil með Brentford.
Jesus meiddist í tapinu gegn Manchester United í enska bikarnum á dögunum og leikur grunur á að hann sé með slitið krossband.