Valentina Cervantes hefur tjáð sig um samband sitt við miðjumanninn Enzo Fernandez sem spilar með Chelsea.
Þau voru saman í um sex ár og voru trúlofuð en Fernandez ákvað óvænt að slíta sambandinu í lok október á síðasta ári.
Þau eiga saman tvö börn og voru saman í London á nýju ári en Valentina var ásamt börnunum í Argentínu um jólin.
Hún hefur nú opnað sig um sambandsslitin í fyrsta sinn og er ekki að búast við því að sambandið muni taka sig upp á ný.
Það var Fernandez sem ákvað að slíta sambandinu en hann vildi fá að búa einn að sögn Valentina.
,,Ég held að ástin sé enn til staðar, það er mjög erfitt fyrir hana að hverfa svo fljótt,“ sagði Valentina.
,,Það tók mig fimm mínútur að jafna mig. Í dag þá græt ég ekki. Ég er viss um að ég verði ástfangin á ný og mun eignast nýja fjölskyldu.“
,,Ég er ung og langar að eignast milljón börn. Við munum gera allt sem við getum til að halda börnunum okkar hamingjusömum.“