Framherjinn Jonathan David er nú orðaður við Juventus og Manchester United í ítölskum miðlum, en þar segir jafnframt að síðarnefnda félagið sé líklegri áfangastaður.
Kandamaðurinn verður samningslaus hjá Lille í Frakklandi að loknu tímabilinu og horfir þessi 25 ára gamli leikmaður nú í kringum sig. Ólíklegt þykir að hann verði áfram hjá Lille.
Eins og gefur að skilja má David nú semja frítt við félög um að ganga til liðs við þau næsta sumar og hyggst United nýta sér það.
David hefur skorað 11 mörk í Ligue 1 á leiktíðinni og 5 til viðbótar í Meistaradeild Evrópu.