Knattspyrnuaðdáendur gætu séð Lionel Messi í treyju Barcelona á ný, samkvæmt spænska blaðinu El Nacional.
Messi, sem er orðinn 37 ára gamall, er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið síðan 2023. Hann yfirgaf Barcelona eftirminnilega 2021 og gekk í raðir Paris Saint-Germain vegna fjárhagsvandræða Katalóníustórveldisins.
Samningur Messi í Miami rennur út í lok árs en í samningi hans er möguleiki á eins árs framlengingu þar. Er ekki ólíklegt að sú klásúla taki gildi og Messi verði hjá Inter Miami út næsta ár.
Á næsta ári er einmitt HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þar freista Messi og liðsfélagar hans í argentíska landsliðinu þess að verja titil sinn frá því í Katar árið 2022.
Tímabilið í Bandaríkjunum klárast í lok árs og hefst aftur snemma á vorin. El Nacional heldur því fram að vegna þess fari Messi á láni til Barcelona um stutt skeið eftir um það bil ár til vera í sem allra besta standinu á HM.
Stjörnur sem hafa farið til Bandaríkjanna hafa í gegnum tíðina spilað á láni á Englandi á meðan frí er í deildinni þar yfir veturinn. Má þar nefna þegar Thierry Henry fór aftur til Arsenal á láni frá New York Red Bulls.