Liverpool goðsögnin og sparkspekingurinn Jamie Carragher vill sjá sína menn kaupa varnarmann eftir að hafa misstígið sig gegn Nottingham Forest í gær.
Forest komst yfir í leiknum, sem fór 1-1, en um uppgjör toppliða ensku úrvalsdeildarinnar var að ræða.
„Liverpool átti að vinna í kvöld. Þeir halda áfram að búa til mörg færi í leikjum sem þeir vinna ekki. En trausta vörnin frá því fyrr á leiktíðinni er farin. Hún er alltaf líkleg til að fá á sig mörk. Kaupið varnarmann!!!!“ skrifaði Carragher á X eftir leik.
Liverpool hefur fengið á sig 20 mörk í 20 leikjum í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Aðeins Arsenal er með betri tölfræði þarna, en Liverpool hefur hins vegar aðeins haldið hreinu einu sinni í síðustu sjö leikjum.
Liverpool er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með 6 stiga forskot á Forest og 7 stiga forskot á Arsenal.