Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Arsenal mætir Tottenham klukkan 20:00.
Leikið er á Emirates í London en Arsenal er fyrir grannaslaginn talið mun sigurstranglegra í viðureigninni.
Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 13. sæti deildarinnar en Arsenal getur minnkað forskot Liverpool á toppnum niður í fjögur stig með sigri.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Lewis-Skelly; Partey, Rice, Odegaard; Sterling, Havertz, Trossard.
Tottenham: Kinsky; Porro, Dragusin, Gray, Spence; Bissouma, Sarr, Bergvall; Kulusevski, Solanke, Son.