Auglýsing fyrir Google Pixel 9 símann hefur vakið mikla athygli, en þar fer fyrrum knattspyrnimaðurinn Sol Campbell með stórleik.
Campbell, sem er fimmtudugur í dag, er goðsögn hjá Arsenal. Hann gekk í raðir félagsins frá erkifjendunum í Tottenham í mjög umdeildum skiptum 2001. Átti hann eftir að verða Englandsmeistari tvisvar og bikarmeistari jafnoft með Arsenal.
Í auglýsingunni skýtur hann klárlega á Tottenham og segir fólki að hræðast ekki við að taka skrefið og skipta, um síma í þessu tilfelli, í janúar.
Auglýsingin hefur fengið mikið lof og má sjá hana hér að neðan.
When it comes to big moves, there’s only one man who knows what’s what.
Switch like Sol this transfer window and save big on Pixel devices in the Google Store: https://t.co/Gu32cX23Bf pic.twitter.com/EGtb3Zb4cm
— Made by Google (@madebygoogle) January 14, 2025