Gabriel Jesus, framherji Arsenal, verður sennilega lengi frá, en hann gæti verið með slitið krossband. David Orstein á The Athletic greinir frá.
Jesus fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í tapi Arsenal gegn Manchester United í enska bikarnum á sunnudag og menn grunaði strax að hann yrði lengi frá.
Brasilíumaðurinn fer þó í frekari rannsóknir í dag til að komast að því hvað nákvæmlega er að og hversu lengi hann verður frá.
Ornstein segir enn fremur að Arsenal skoði nú leikmannamarkaðinn í leit að framherja. Líklegast er að félagið sæki leikmann á láni utan landsteinanna. Félagaskiptaglugginn er opinn út mánuðinn.
🚨 Gabriel Jesus set for long spell out with suspected ACL rupture. Further specialist reviews on 27yo striker planned today to establish full extent. Arsenal open to doing business – overseas loans seem most likely route for #AFC at present @TheAthleticFC https://t.co/lq5RJVAFB0
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 14, 2025