Real Madrid er byrjað að horfa í kringum sig og virðist vera komið með nóg af gengi liðsins undir Carlo Ancelotti.
Nú eru allar líkur á því að Ancelotti verði rekinn frá félaginu samkvæmt Relevo en hann gæti fengið að klára tímabilið.
Florentino Perez, forseti Real, er ósáttur með spilamennsku liðsins og er pressan orðin gríðarleg eftir 5-2 tap gegn Barcelona um helgina.
Ancelotti hafði vonast eftir því að fá traustið til lengri tíma en hann hefur gert mjög góða hluti á Santiago Bernabeu.
Perez er ósáttur með liðsval Ancelotti samkvæmt Relevo en hann treystir mikið á Aurelien Tchouameni sem hefur átt slæmt tímabil og notar þá ungstirnið Raul Asencio mjög takmarkað.