Omar Mugharbel, framkvæmdastjóri sádiarabísku deildarinnar, er með stóra drauma og vill sækja stjörnu Real Madrid til landsins.
Deildin í Sádí-Arabíu hefur sótt aragrúa af stórstjörnum undanfarin tvö ár eða svo, boðið þeim gull og græna skóga.
Nú hefur deildin augastað á Vinicius Junior hjá Real Madrid, en hann er einn besti leikmaður heims.
„Við eigum okkur ekki drauma. Þetta er bara spurning um tíma og að semja,“ sagði Mugharbel kokhraustur er hann var spurður út í Brasilíumanninn.