Cristiano Ronaldo, einn besti leikmaður sögunnar, sprakk úr hlátri er hann hitti stuðningsmenn Al-Nassr um helgina.
Ronaldo er að verða fertugur að aldri en hann er enn í fullu fjöri og raðar inn mörkum í Sádi Arabíu.
Portúgalinn áritaði treyjur og hitti aðdáendur sína fyrir utan liðsrútuna þar sem anski skemmtilegt atvik átti sér stað.
Einn af aðdáendunum bað Ronaldo um að gera fagn sitt fræga fyrir framan myndavélina en fékk ósk sína ekki uppfyllta.
Maðurinn ákvað sjálfur að gera fagnið í staðinn eins og má sjá hér fyrir neðan.
Cristiano Ronaldo was so confused by this fan asking to do a ‘SIU’… 🤣 🇸🇦 pic.twitter.com/nRMrjM2cFj
— Mail Sport (@MailSport) January 13, 2025