Sven-Göran Erikson lést með hátt í 1,5 milljarða skuld á bakinu. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum.
Erikson, sem er til að mynda fyrrum landsliðsþjálfari Englands, lést í ágúst, 76 ára gamall, eftir baráttu við krabbamein.
Hús Erikson í Svíþjóð, þar sem hann bjó í 22 ár, er á sölu. Kostar það yfir 300 milljónir króna.
Erikson þénaði vel á ferlinum. Auk Englands stýrði hann landsliðum, Filippseyja, Mexíkó og Fílabeinsstrandarinnar. Þá þjálfaði hann félagslið á Englandi, Ítalíu, Kína og víðar.