KSÍ er í viðræðum við Víking um greiðslur fyrir að fá Arnar Gunnlaugsson sem nýjan landsliðsþjálfara. Fótbolti.net segir frá.
Það er allt útlit fyrir að Arnar verði næsti landsliðsþjálfari, sérstaklega eftir að Freyr Alexandersson, sem einnig var í umræðunni, var ráðinn til Brann í Noregi.
Fótbolti.net segir að KSÍ þurfi að greiða Víkingi 10-15 milljónir króna fyrir þjónustu Arnars, sem hefur gert afar góða hluti í starfi í Víkinni.
Þá kemur einnig fram að Arnar fái sennilega að klára verkefni Víkings í útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar gegn Panathinaikos í næsta mánuði. Yrði hann landsliðsþjálfari samhliða því fyrstu vikurnar.
Það er gert ráð fyrir að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður Arnars í Víkinni, taki við liðinu eftir að Arnar fer til starfa í Laugardalnum.