Pep Guardiola er að skilja við eiginkonu sína Cristina Serra eftir 30 ára hjónaband en frá þessu er greint í dag.
Guardiola er stjóri Manchester City en hann og Serra eiga þrjú börn saman og voru saman um jólin.
Árið 2019 var greint frá því að Serra hefði yfirgefið Manchester borg ásamt börnunum en hún vill sjá um eigin fatalínu á Spáni.
Serra hefur ferðast frá Spáni til London mjög reglulega ásamt börnunum en er nú orðin þreytt og virðist hjónabandið vera á endastöð.
Guardiola kynntist Serra fyrst er hann var aðeins 23 ára gamall en börn þeirra eru 24, 22 og 17 ára í dag.