Enn eitt félagið er nú orðað við sóknarmanninn Marcus Rashford sem spilar með Manchester United.
Rashford vill komast burt frá United á þessu ári og er mögulegt að hann fari í janúarglugganum sem er nú opinn.
Rashford hefur verið orðaður við fjölmörg félög en nefna má PSG, Barcelona, Al-Hilal, Al-Nassr og West Ham.
Nú er Dortmund í Þýskalandi að sýna Rashford áhuga en félagið vill fá hann á læani út tímabilið.
Sky í Þýskalandi greinir frá en hann þyrfti að taka á sig launalækkun ef hann fer til Þýskalands þar sem Dortmund getur alls ekki borgað um 400 þúsund pund á viku.
AC Milan á Ítalíu er annað félag sem skoðar að fá Englendinginn á láni en hvert hann fer mun koma í ljós á næstunni.