Chelsea er á eftir Mathys Tel, leikmanni Bayern Munchen. Nokkrir miðlar greina frá þessu.
Tel er 19 ára gamall og getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Chelsea hefur nú spurst fyrir um leikmanninn, sem er í aukahlutverki í liði Vincent Kompany í Þýskalandi.
Tel gekk í raðir Bayern fyrir tveimur og hálfu ári frá Rennes. Hann er franskur U-21 árs landsliðsmaður og talið mikið efni.