Khvicha Kvaratskhelia er á barmi þess að ganga í raðir Paris Saint-Germain. Félag hans, Napoli, og PSG hafa náð munnlegu samkomulagi um skipti hans.
Kvaratskhelia hefur lengi verið orðaður frá Napoli eftir frammistöður sínar á Ítalíu og fer nú til Parísar.
PSG greiðir 70 milljónir evra og gæti upphæðin hækkað síðar meir. Þá skrifar Georgíumaðurinn undir fimm ára samning.
Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum áður en skiptin ganga endanlega í gegn.
🔴🔵🇬🇪 Paris Saint-Germain have reached verbal agreement in principle with Napoli for Khvicha Kvaratskhelia.
Deal in place for €70m plus add-ons after story revealed here last week.
Five year deal ready for Kvara. 🤝
Final approval from the owners and then… here we go. pic.twitter.com/Vas4549QPd
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 13, 2025