Stuðningsmenn Liverpool virðast vera búnir að missa þolinmæðina á Darwin Nunez, framherja liðsins, eftir sigur á Accrington í enska bikarnum um helgina.
Enskir miðlar vekja athygli færslum stuðningsmanna eftir 4-0 sigurinn á D-deildarliðinu sem snúa að frammistöðu Nunez. Hann hefur ekki þótt standast þær væntingar sem gerðar voru til hans er hann kom fyrir tveimur og hálfur ári síðan.
„Darwin Nunez er ekki nógu góður fyrir þetta lið,“ skrifaði einn netverji.
„Darwin Nunez getur ekki einu sinni heillað okkur á móti liði úr D-deildinni,“ skrifaði annar og fleiri tóku til máls.
„Maður getur ekki annað en hlegið á þessum tímapunkti.“