Pedri, leikmaður Barcelona, hefur staðfest það að hann sé í viðræðum við félagið um nýjan samning.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan miðjumann sem spilar stórt hlutverk í liði Börsunga þrátt fyrir ungan aldur.
Pedri er 22 ára gamall en samningur hans við Barcelona r ennur út árið 2026 eða eftir rúmlega eitt ár.
,,Umboðsmaðurinn minn og Barcelona segja mér að viðræður gangi vel og allt sé á réttri leið,“ sagði Pedri.
,,Stuðningsmennirnir geta haldið ró sinni og slakað á!“