Bayern Munchen fylgist með Kobbie Mainoo, miðjumanni Manchester United, og gæti reynt að fá leikmanninn. The Sun greinir frá.
Töluverð umræða hefur verið um framtíð hins 19 ára gamla Mainoo undanfarið, en hann er talin ein af stjörnum framtíðarinnar á Old Trafford. Hann hefur hins vegar verið tregur til að skrifa undir nýjan samning og vill fá um 200 þúsund pund í vikulaun geri hann svo.
Chelsea fylgist náið með gangi mála og er sagt klárt í að kaupa hann ef miðjumaðurinn skrifar ekki undir þegar fram líða stundir. Enn eru þó tvö og hálft ár eftir af samningi Mainoo.
United er að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart fjárhagsreglum og þar myndi félagið stórgræða á því að selja Mainoo þar sem hann er uppalinn leikmaður.
Bayern er nú sagt fylgjast með stöðu mála hjá Mainoo og mun reyna við hann ef hann verður laus.