Altay Bayindir var hetja Manchester United gegn Arsenal í 4. umferð enska bikarsins í gær.
Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í þeim seinni. Bruno Fernandes kom United yfir og skömmu síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Gabriel jafnaði fyrir Arsenal áður en Skytturnar fengu svo umdeilt víti þegar Kai Havertz fór niður í teignum eftir samstuð við Harry Maguire. Martin Ödeggard fór á punktinn en Bayindir varði frá honum.
Meira var ekki skorað og United vann svo leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar varði Bayindir einmitt líka, þá frá Kai Havertz.
Skráði Tyrkinn sig þar með á spjöld sögunnar, en hann er sá fyrsti í sögu enska bikarsins sem ver víti í venjulegum leiktíma og vítaspyrnukeppni í sömu viðureigninni.
1 – Altay Bayindir is the first Premier League goalkeeper on record (since 2013-14) to save a penalty in both normal time and in a penalty shootout in the same FA Cup game. Hero. pic.twitter.com/9PFSHSz7v5
— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2025