Jóhann Berg Guðmundsson, lykilmaður í íslenska landsliðinu og eiginkona hans, Hólmfríður Björnsdóttir, fengu fallega gjöf frá Bruno Fernandes og eiginkonu í kjölfar fæðingar þriðja barns þeirra á dögunum.
Jóhann Berg spilar í dag með Al-Orobah í Sádi-Arabíu eftir mörg frábær ár í Burnley og Fernandes er auðvitað fyrirliði Manchester United. Mikil og góð vinátta er á milli fjölskyldna kappanna.
„Þakklát fyrir að eiga bestu vini í heimi sem gera heimkomuna af spítalanum einstaka. Takk af öllu hjarta,“ skrifar Hólmfríður til Fernandes og eiginkonu hans Ana Pinho á Instagram.
„Íslenska fjölskyldan okkar,“ svaraði Fernandes og lét hjarta-tjákn (e. emoji).
Hér að neðan má sjá þetta.