Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var enn á ný spurður út í Marcus Rashford eftir sigur á Arsenal í enska bikarnum í gær.
Rashford er algjörlega úti í kuldanum hjá Amorim og þykir líklegt að hann yfirgefi United í þessum mánuði, á meðan félagaskiptaglugginn er opinn.
Eftir sigur í vítaspyrnukeppni á Emirates í gær var Amorim spurður að því hvort Rashford hafi þegar spilað sinn síðasta leik fyrir United.
„Ég veit það ekki. Hann er leikmaður Manchester United. Við sjáum til, hann þarf að leggja hart að sér,“ sagði Portúgalinn.
„Eins og ég hef áður sagt tek ég ákvarðanirnar. Höldum áfram og sjáum hvað næsti leikur ber í skauti sér.“