Luis Suarez, stjarna Inter Miami, vonast til að spila með fyrrum liðsfélaga sínum Neymar á ný en viðurkennir að það gæti reynst erfitt.
Suarez er ásamt Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þeir voru saman hjá Barcelona ásamt Neymar sem er í dag í Sádi-Arabíu.
Neymar hefur sjálfur gefið út að hann vilji spila með fyrrum samherjum sínum á ný áður en ferlinum lýkur en hann er 32 ára gamall í dag.
Það er þó ákveðið launaþak í Bandaríkjunum sem gæti komið í veg fyrir komu leikmannsins til Miami.
,,Allir þekkja hvernig leikmaður Neymar er, hvað við gerðum saman og þann tíma sem við spiluðum saman. Í dag erum við mun eldri en á þeim tíma,“ sagði Suarez.
,,Eins og hann og aðrir hafa sagt þá er allt mögulegt en það verður erfitt að gera þetta að veruleika.“