fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
433Sport

Viðurkennir að það sé ólíklegt að þeir spili saman áður en ferlinum lýkur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. janúar 2025 09:30

Jose Enrique (lengst til hægri) á æfingu Liverpool. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, stjarna Inter Miami, vonast til að spila með fyrrum liðsfélaga sínum Neymar á ný en viðurkennir að það gæti reynst erfitt.

Suarez er ásamt Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þeir voru saman hjá Barcelona ásamt Neymar sem er í dag í Sádi-Arabíu.

Neymar hefur sjálfur gefið út að hann vilji spila með fyrrum samherjum sínum á ný áður en ferlinum lýkur en hann er 32 ára gamall í dag.

Það er þó ákveðið launaþak í Bandaríkjunum sem gæti komið í veg fyrir komu leikmannsins til Miami.

,,Allir þekkja hvernig leikmaður Neymar er, hvað við gerðum saman og þann tíma sem við spiluðum saman. Í dag erum við mun eldri en á þeim tíma,“ sagði Suarez.

,,Eins og hann og aðrir hafa sagt þá er allt mögulegt en það verður erfitt að gera þetta að veruleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest

England: Arsenal og Liverpool með sigra – Bournemouth burstaði Forest
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saliba mættur aftur

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saliba mættur aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni
433Sport
Í gær

Svar Amorim vekur athygli: ,,Ég veit það ekki, í alvöru, ég veit það ekki“

Svar Amorim vekur athygli: ,,Ég veit það ekki, í alvöru, ég veit það ekki“
433Sport
Í gær

Var þessi myndbirting yfirlýsing vegna Gylfa Þórs? – „Ég skil alveg pælinguna“

Var þessi myndbirting yfirlýsing vegna Gylfa Þórs? – „Ég skil alveg pælinguna“
433Sport
Í gær

Högg fyrir United – Gætu þurft að bíða

Högg fyrir United – Gætu þurft að bíða
433Sport
Í gær

Íslenska þjóðin í áfalli yfir gangi mála – „Þetta er niðurlæging!“

Íslenska þjóðin í áfalli yfir gangi mála – „Þetta er niðurlæging!“